Knýjandi rök þurfi til að banna myndatökur

Dómsalur 3 í Landsrétti. Hingað inn verður ljósmyndurum alla jafna …
Dómsalur 3 í Landsrétti. Hingað inn verður ljósmyndurum alla jafna ekki leyft að koma. mbl.is/Hanna

„Það var fund­ur með Dóm­stóla­sýsl­unni þar sem þau voru að kynna sína starf­semi og þessa nýju stofn­un. Þar var þetta meðal ann­ars nefnt, en við lögðumst að sjálf­sögðu gegn því, enda telj­um við þetta frá­leitt,“ seg­ir Hjálm­ar Jóns­son, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands, um það að ljós­mynd­ur­um hafi verið bannað að mynda inni í dómsal Lands­rétt­ar í morg­un.

„Ég tel þetta óheilla­spor. Mér fannst ég ekki merkja þess á þess­um upp­lýs­inga­fundi að það stæði til að tak­marka mynda­tök­ur,“ bæt­ir Hjálm­ar við í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er al­manna­vett­vang­ur og dómþing eru opin. Það þurfa að vera ein­hver rök fyr­ir því að banna mynda­tök­ur. Það fer auðvitað eft­ir eðli máls­ins sem er til um­fjöll­un­ar, en al­mennt ætti það að vera opið. Það ætti að vera meg­in­regl­an að mínu viti,“ seg­ir Hjálm­ar.

Hann seg­ist þó telja að dóm­stól­un­um sjálf­um sé það í hend­ur lagt hvort þeir leyfi eða banni mynda­tök­ur í dóm­söl­um. Þeir geti lokað dómþing­um og geri það stund­um.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálm­ar Jóns­son, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands.

„Það hvarfl­ar ekki að mér að þeir séu að brjóta lög með þessu. Þeir hljóta að telja sig hafa heim­ild til þessa,“ seg­ir Hjálm­ar.

Lög­manna­fé­lagið og Dóm­ara­fé­lagið vildu tak­marka mynda­tök­ur

Hjálm­ari var ókunn­ugt um að það stæði til að þetta fyr­ir­komu­lag yrði ríkj­andi í söl­um hins nýja Lands­rétt­ar.

„Það er nátt­úru­lega ákveðin hefð fyr­ir því í héraðsdómi og Hæsta­rétti að mynda­tök­ur séu leyfðar áður en dómþing hefst og hef­ur ekki verið ágrein­ing­ur um það,“ seg­ir Hjálm­ar. Hann bæt­ir því þó við að hann reki minni til þess að á fund­in­um með Dóm­stóla­sýsl­unni hefði komið fram að Lög­manna­fé­lag­inu þætti ástæða til að tak­marka mynda­töku.

Lög­manna­fé­lagið hef­ur raun­ar lýst þeirri skoðun í um­sögn sinni um frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um dóm­stóla, árið 2007, en þar seg­ir:

„Laga­nefnd tek­ur und­ir ákvæði frum­varps­ins varðandi bann við mynda- og öðrum upp­tök­um í dóm­hús­um. Það hef­ur ekki ein­göngu slæm áhrif á sak­bom­inga í op­in­ber­um mál­um, held­ur verður að telja að mynda­tök­ur í dóm­hús­um geti haft áhrif á vitni. Virðist sem þetta sé út­breitt álit margra er koma að dóms­mál­um, hvort sem er dóm­ar­ar, mál­flytj­end­ur í einka­mál­um og sækj­end­ur eða verj­end­ur í op­in­ber­um mál­um.“

Dóm­ara­fé­lagið var einnig fylgj­andi því að breyta ákvæði laga er varðar mynda­tök­ur í dóm­hús­um og sagði í um­sögn til Alþing­is árið 2007:

„Mynda­tök­ur í dóm­hús­um og inn í dómsali, án sér­staks leyf­is dóm­ara, hafa farið úr bönd­um. Ekki verður talið að frum­varpið feli í sér al­var­lega skerðingu á tján­ing­ar­frelsi eða upp­lýs­inga­skyldu fjöl­miðlamanna.“

Hjálm­ar tel­ur mynda­tök­ur í dóm­söl­um hluta af tján­ing­ar­frels­inu í lýðræðis­sam­fé­lagi. Dómþing sem séu á annað borð op­in­ber eigi að vera opin ljós­mynd­ur­um einnig og knýj­andi rök þurfi að vera fyr­ir því að tak­marka aðgengið.

Þá eigi fyr­ir­komu­lagið að liggja fyr­ir með skýr­um hætti, en ekki „lagt í geðþótta­vald ein­hverra dóm­ara, þótt ágæt­ir séu.“

Úr húsakynnum Landsréttar við Vesturvör í Kópavogi.
Úr húsa­kynn­um Lands­rétt­ar við Vest­ur­vör í Kópa­vogi. mbl.is/​Hanna

Seg­ir ís­lenska fjöl­miðla af­skap­lega kurt­eisa

„Öðru hverju hef­ur gosið upp umræða um þetta af ein­hverj­um sér­stök­um til­efn­um, en við höf­um ávallt and­mælt því og verið á móti því og sjá­um ekki rök­in fyr­ir því, enda eru ís­lensk­ir fjöl­miðlar af­skap­lega kurt­eis­ir og fara vel með þess­ar mynda­tök­ur að mínu viti,“ seg­ir Hjálm­ar.

Hann seg­ir opin dómþing einn þátt í því að tryggja að rétt­ar­höld fari fram með alls óhlut­dræg­um hætti.

„Það er auðvitað al­gjör­lega nauðsyn­legt að það sé með þeim hætti. Þess vegna á ekki á aldrei að loka dómþing­um nema í al­gjör­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Blmr: En þá gæti ein­hver sagt, er nauðsyn­legt að taka mynd­ir?

„Það má deila um það, en ég sé ekki hvernig það ætti að trufla varn­ir ein­hvers að það séu mynda­tök­ur frek­ar en að það sitji blaðamaður og taki upp það sem fram fer. Það er eng­inn mun­ur á því. Þetta er bara part­ur af því að dómþing séu opin.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka