Ráðherra skýtur á aksturshæfileika borgarbúa

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. mbl.is/Eggert

Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, velti vöngum yfir aksturshæfileikum höfuðborgarbúa í morgun er hún spurði í léttum dúr í færslu á Twitter: „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“

Þórdís, sem myndi teljast til íbúa landsbyggðarinnar þar sem hún fæddist og ólst upp á Akranesi, vísar til þess hvernig umferðin mjakaðist víða löturhægt á höfuðborgarsvæðinu í snjónum í morgun.

Þetta ekki í fyrsta sinn, og væntanlega ekki það síðasta, þar sem íbúar á landsbyggðinni skjóta á hæfileika borgarbúa vetraraksturs 

Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, svarar ráðherra og bendir á, að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna heima eða nota almenningssamgöngur til að trufla ekki akstur lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla. „Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar :),“ skrifar Gísli. 

Þórdís svarar og segir: „En þetta er ekkert veður í dag. Annars bara fínt mál að gera það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert