Vinna hvítbók um fjármálakerfið

Starfshópurinn skal ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí. næstkomandi.
Starfshópurinn skal ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí. næstkomandi. mbl.is/Ófeigur

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hyggst skipa starfs­hóp sem vinna á hvít­bók um framtíðar­sýn og stefnu fyr­ir fjár­mála­kerfið á Íslandi, í sam­ræmi við stjórn­arsátta­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Mark­miðið er að skapa traust­an grund­völl fyr­ir umræðu, stefnu­mörk­un og ákv­arðana­töku um mál­efni er varða fjár­mála­kerfið, framtíðargerð þess og þróun.

„Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er lögð áhersla á að stefnu­mark­andi ákv­arðanir um fjár­mála­kerfið verði tekn­ar eft­ir um­fjöll­un Alþing­is um framtíðar­sýn fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi sem byggi á sér­stakri hvít­bók um efnið. Hvít­bók­in hafi að leiðarljósi aukið traust á ís­lensk­um fjár­mála­markaði, aukið gagn­sæi og fjár­mála­stöðug­leika. Í sátt­mál­an­um seg­ir einnig að rík­is­stjórn­in vilji vinna að frek­ari skil­virkni í fjár­mála­kerf­inu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja og að sér­stak­lega verði litið til annarra lít­illa op­inna hag­kerfa og reynslu ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um við mót­un framtíðar­sýn­ar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Starfs­hópn­um er falið að ljúka vinnu sinni fyr­ir 15. maí með skýrslu til fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. Lár­us L. Blön­dal, hæsta­rétt­ar­lögmaður og stjórn­ar­formaður Banka­sýslu rík­is­ins verður formaður hóps­ins.

Í hópn­um munu einnig sitja:

  • Guðrún Ögmunds­dótt­ir, for­stöðumaður lausa­fjárá­hættu og fjár­mála­fyr­ir­tækja hjá Seðlabanka Íslands
  • Guðjón Rún­ars­son, lögmaður fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja
  • Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir, hag­fræðing­ur hjá Oli­ver Wym­an í Svíþjóð
  • Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, deild­ar­stjóri jarðvarma­deild­ar á orku­sviði Lands­virkj­un­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert