„Viðkvæm“ mál þögguð niður

Frummælendur á fundinum í morgun.
Frummælendur á fundinum í morgun. Ljósmynd/Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

„Mér finnst eins og við séum stödd í hvirfil­byl og ég veit ekki hvert hann tek­ur okk­ur,“ sagði Helen Breiðfjörð, mannauðsstjóri Voda­fo­ne, á ráðstefnu um áhrif met­oo á fyr­ir­tækja­menn­ingu sem hald­in var á veg­um fræðslu­deild­ar Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu í morg­un.

Hún sýndi mynd þar sem sjá mátti starfs­fólk Voda­fo­ne með Fokk of­beldi húf­ur. „Þessi mynd lýs­ir viðhorfi Voda­fo­ne til of­beld­is og þetta er í eina skiptið þar sem það má segja „fokk“ á mínu heim­ili,“ sagði Helen.

Hún benti á að ef of­beldi komi upp á vinnustað sé það ekki bara mál þolanda og eng­inn vilji starfa í vinnu­menn­ingu þar sem of­beldi viðgang­ist.

Óheppi­legt að grín­ast með met­oo

Helen talaði um að sum­ir grínuðust með met­oo bylt­ing­una og að vænt­an­lega væri það út af óör­yggi viðkom­andi. „Það er óheppi­legt og ekki í boði að nota grín í þess­ari bylt­ingu en ég held að flest­ir meini ekk­ert illa með því. Það þarf að leggja mat á aðstæður, hvenær megi grín­ast og hvenær ekki.“

Helen fjallaði um ósýn­lega of­beldið; til­finn­inga­lega of­beldið. Hún benti á að það væri lúmsk teg­und of­beld­is og fólk áttaði sig oft ekki á því þegar því sé beitt. „Við heyr­um oft: hættu að vera svona drama­tísk, hættu þessu væli, hættu að vera svona reið. Svona sam­skipti meiða en okk­ur má alltaf líða eins og okk­ur líður,“ sagði Helen og bætti við að það ætti að tak­ast á við ákv­arðanir og verk­efni en ekki hjóla í ein­stak­ling­inn.

Hún sagði að það væri gerð krafa um að fyr­ir­tæki skapi um­hverfi til menn­ing­ar­breyt­ing­ar. Þögg­un og meðvirkni yrði ekki liðin. „Við þurf­um að setja mörk og segja frá. Við höf­um ekki þol fyr­ir hegðun sem áður var „samþykkt,““ sagði Helen.

Vilji sé til þess að bylt­ing­in lifi og skili breyt­ing­um en til þess seg­ir Helen að þurfi aga, þol og þor. „Við vilj­um að það sé eðli­legt að virða mörk, segja frá of­beld­is­hegðun og koma henni upp á yf­ir­borðið,“ sagði Helen en bætti við að næsta bylt­ing­in mætti ekki sópa met­oo und­ir teppið.

„Met­oo má ekki verða eitt­hvað sem gleym­ist.“

Konur voru í miklum meirihluta fundargesta.
Kon­ur voru í mikl­um meiri­hluta fund­ar­gesta. Ljós­mynd/​Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir

Karl­ar hafa ekki þrosk­ann

Gest­ur Pálma­son markþjálfi ræddi sjón­ar­horn karla sem vilja taka ábyrgð í tengsl­um við #met­oo bylt­ing­una. Karl­ar þyrftu að sjálf­sögðu að taka þátt en hann og séra Vig­fús Bjarni Al­berts­son stofnuðu Face­book-hóp­inn #égertil. Þar eru karl­ar hvatt­ir til að hlusta á kon­ur í tengsl­um við #met­oo.

Gest­ur sagði að þetta væri fyrst og fremst þroska­mál og tók skemmti­legt dæmi, máli sínu til stuðnings. Hann sýndi bók sem var græn öðru meg­in og grá hinum meg­in. Hann sneri grænu hliðinni að saln­um og spurði hvernig hliðin sem sneri að hon­um væri og all­ir sögðu „grá“ í kór.

Gest­ur benti á að fjög­urra ára barn hefði sagt græn. „Það hef­ur ekki þrosk­ann til að hugsa abstrakt. Það sama á við um karl­menn,“ sagði Gest­ur og þá var mikið hlegið í saln­um.

Ásmundur Einar Daðason jafnréttisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason jafn­rétt­is­ráðherra og Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti. Ljós­mynd/​Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir

Eitt­hvert valda­ó­jafn­vægi í sam­fé­lag­inu

Ásmund­ur Ein­ar Daðason jafn­rétt­is­málaráðherra sagði að þrátt fyr­ir reglu­gerðir gegn of­beldi á vinnu­stöðum væri víða pott­ur brot­inn. Hann sagðist hafa haldið fyr­ir um 15 árum síðan að jafn­rétti væri náð á Íslandi.

„Síðan hef ég eign­ast þrjár dæt­ur og þá varð ég var við að staða þeirra er ekki jöfn við stöðu drengj­anna,“ sagði Ásmund­ur.

„Það er eitt­hvert valda­ó­jafn­vægi og ein­hver menn­ing sem hef­ur verið við líði í sam­fé­lag­inu allt of lengi. Þessu skul­um við breyta og það þarf að setja kraft í allt sem teng­ist jafn­rétt­is­mál­um,“ sagði Ásmund­ur.

Hann tel­ur að þurfi að lengja fæðing­ar­or­lof og brúa bet­ur bilið frá fæðing­ar­or­lofi til leik­skóla. Það muni jafna stöðu kynja í at­vinnu­lífi og á vinnu­markaði. „Ég von­ast til þess að þegar dæt­ur mín­ar kom­ist út á vinnu­markaðinn að met­oo umræðan verði óþörf því þær, eins og all­ar stúlk­ur þessa lands, eiga skilið sömu tæki­færi og dreng­irn­ir.“

Fyr­ir­tæki upp­tek­in af ímynd

Rakel Sveins­dótt­ir, formaður Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu, sagði að þögg­un í at­vinnu­líf­inu væri staðreynd og hefði verið lengi þegar kæmi að „viðkvæm­um“ mál­um. Einnig væru ekki öll mál kom­in fram þó mörg hefðu komið fram í bylt­ing­unni.

Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.
Rakel Sveins­dótt­ir, formaður Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu. Ljós­mynd/​Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir

„Síðustu 15 ár höf­um við verið góð í því að þagga niður mál. Við erum svo upp­tek­in af ímynd fyr­ir­tækja að við hugs­um frek­ar um að dempa mál niður til að ímynd fyr­ir­tæk­is haldi ósködduð út á við,“ sagði Rakel.

Hún tók dæmi um starfs­loka­samn­ing við lyk­il­stjórn­anda í fyr­ir­tæki þar sem verið væri að þagga niður viðkvæmt mál. Þá væri samið við viðkom­andi að láta af störf­um, viðkom­andi „segði sjálf­ur upp“ eða samið væri um starfs­loka­tíma­bil og starfs­loka­kjör.

Einnig fengi viðkom­andi oft hin bestu meðmæli. „Þar með þarf næsta fyr­ir­tæki að glíma við vanda­mál­in sem hafa fylgt þeim manni,“ sagði Rakel.

Í kjöl­far #met­oo bylt­ing­ar­inn­ar væri þetta ein­fald­lega ekki í boði og fyr­ir­tæki þyrftu að verða heiðarlegri sín á milli.

Rakel sagði stöðu kvenna í litl­um fyr­ir­tækj­um oft erfiðari, sér­stak­lega ef ger­andi væri yf­ir­maður og/​eða at­vinnu­rek­andi. Hún tók dæmi af manni sem henni var sagt að passa sig aðeins á árið 1990. Ára­tug síðar frétti hún að maður­inn hagaði sér enn eins.

Árið 2014 leit­ar kona til Rakel­ar sem var þá að hætta í stjórn­end­a­starfi hjá mann­in­um. „Ég áttaði mi9g á því að hann væri enn að. Þessi kona var þrítug og ég hugsaði „ætl­ar karl­inn aldrei að hætta“? Kon­unni fannst hún vera hepp­in í svona góðu starfi eft­ir hrun og gekk vel í starfi. Hún var góð í því sem hún gerði en sög­urn­ar voru hræðileg­ar.“

Kon­an sagði Rakel að það eitt að fara inn í kompu að sækja ljós­rit­un­ar­papp­ír væri hættu­legt. Kon­an varð óvinnu­fær um tíma eft­ir að hún sagði frá mál­inu en hún brotnaði niður í kjöl­far þess. „Ég sá síðan mann­inn síðast í nóv­em­ber fagna ráðningu ungr­ar konu í stjórn­un­ar­starf í fyr­ir­tæk­inu.“

Rakel sagði að vanda­málið væri rót­gróið og það þurfi að breyta mörgu. „Einnig er ég svo­lítið svekkt yfir því hversu fáir karl­ar eru hér í dag,“ sagði hún en fjöldi karl­manna var telj­andi á fingr­um annarr­ar hand­ar. „Hlut­fall karla og kvenna á að vera jafnt og við verðum að gera þetta sam­an.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert