Leggja til að klukkan verði færð

Ráðherra mun nú kynna tillögurnar fyrir ríkisstjórninni.
Ráðherra mun nú kynna tillögurnar fyrir ríkisstjórninni.

Til­lög­ur starfs­hóps sem falið var að kanna mögu­leg­an ávinn­ing fyr­ir lýðheilsu og vellíðan lands­manna af því að leiðrétta klukk­una til sam­ræm­is við sól­ar­gang­inn fela í sér að klukk­an yrði færð aft­ur um eina klukku­stund, sem myndi seinka fóta­ferð fólks sem því nem­ur. Starfs­hóp­ur­inn kynnti niður­stöður sín­ar á fundi með Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra í dag.

Með þessu móti myndi birt­u­stund­um á morgn­anna fjölga um 13 pró­sent vest­ast á land­inu í svart­asta skamm­deg­inu (nóv­em­ber – janú­ar) og vetr­ar­dög­um þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birt­u­stund­um síðdeg­is myndi við þessa breyt­ingu fækka um 13 pró­sent en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsum­ars, þ.e. í apríl og ág­úst.

Starfs­hóp­ur­inn mæl­ir gegn því að hafa sum­ar- og vetr­ar­tíma og vís­ar til þess að rann­sókn­ir bendi til þess að slík­ar breyt­ing­ar hafi nei­kvæð áhrif á heilsu fólks.

Kem­ur niður á náms­ár­angri

Í grein­ar­gerð með til­lög­un­um kem­ur fram að sól­ar­upp­rás og sól­set­ur verði að meðaltali einni klukku­stund síðar hér á landi en ef miðað er við rétt tíma­belti. Þetta mis­ræmi hafi verið leitt í lög árið 1968 með svo­kölluðum miðtíma sem ákveðinn var fyrst og fremst með efna­hags- og viðskipta­hags­muni að leiðarljósi.

Í greina­gerðinni er hins veg­ar bent á að hin síðari ár hafi vís­inda­rann­sókn­ir leitt í ljós nei­kvæð áhrif þessa á heilsu­far fólks. Skýrist það af því að lík­ams­klukk­an sem sam­hæf­ir starf­semi lík­am­ans, þarf birtu­boð til að halda rétt­um takti og þar ræður sól­ar­upp­rás­in hvað mestu.

„Seinki lík­ams­klukk­unni er hætta á að svefn­tím­inn skerðist og með því aukast lík­ur á ýms­um sjúk­dóm­um, s.s. offitu, syk­ur­sýki og hjarta- og æðasjúk­dóm­um. Einnig veld­ur þetta lak­ari fram­leiðni og kem­ur t.d. niður á náms­ár­angri í skól­um auk þess sem sýnt hef­ur verið fram á sam­band milli seinkaðrar lík­ams­klukku og auk­inn­ar dep­urðar/þ​ung­lynd­is hjá ung­ling­um og ungu fólki.“

Íslend­ing­ar fara seinna að sofa

Bent er á að Íslend­ing­ar fari að jafnaði seinna að sofa en tíðkast í ná­granna­lönd­un­um og fram kem­ur í grein­ar­gerðinni að svefn­tími ís­lenskra ung­linga sé skemmri en hjá evr­ópsk­um jafn­öld­um þeirra, þeir sofi ein­ung­is um sex klukku­stund­ir á virk­um dög­um og að svo­kölluð klukkuþreyta sé al­geng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að hátta­tíma seink­ar og er ekki í sam­ræmi við fastákveðinn fóta­ferðar­tíma á virk­um dög­um og því skerðist svefn­tím­inn. Að mati starfs­hóps­ins er mögu­legt að of lít­ill svefn hafi áhrif á hátt brott­fall nem­enda úr fram­halds­skól­um hér á landi.

Svandís sagði á fundi með starfs­hópn­um í dag að hún myndi kynna til­lög­urn­ar fyr­ir rík­is­stjórn­inni því ákvörðun um að breyta klukk­unni hafi áhrif á marga þætti í sam­fé­lag­inu.

 „Slík ákvörðun þarf að byggj­ast á þroskaðri umræðu. Því er mik­il­vægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skyn­semi og velta fyr­ir sér rök­um með og á móti áður en það mynd­ar sér af­stöðu, því þetta skipt­ir sann­ar­lega máli,“ sagði heil­brigðisráðherra í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert