15 milljónir til að borga yfirvinnu

Sé markmiðið að komast fyrr heim, þá styttum við ekki …
Sé markmiðið að komast fyrr heim, þá styttum við ekki dagvinnu og bætum við yfirvinnuna, segir Halldór Benjamín. mbl.is/Sigurgeir

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um stofnun svokallaðs manneklupotts.

Í tillögunni felst að veita starfsstöðvum borgarinnar heimild til að ráða starfsfólk sem þegar starfar hjá borginni, þó að starfshlutfall þess fari yfir 100%.

Sú regla hefur síðustu misseri verið við lýði hjá Reykjavíkurborg að ekki sé hægt að ráða starfsmenn í meira en 100% starf. Þessari aðgerð er ætlað að bæta úr manneklu sem hrjáð hefur ýmsa starfsstaði í borginni. Hyggst borgarstjóri leggja 15 milljónir króna í umræddan pott, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert