Nýr fríverslunarsamningur Kanada við ESB tryggir kanadískum sjávarafurðum mun betra aðgengi að innri markaði sambandsins en Íslendingar njóta í gegnum EES-samninginn.
„Það liggur fyrir að ESB hefur opnað á betri kjör Kanada inn á innri markað sinn og í stað þess að líta á það sem ógn verðum við bara að líta á það sem tækifæri.“
Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, í aukablaði um sjávarútvegsmál sem fylgir Morgunblaðinu í dag.