Margir enn reiðir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Hari

„Það hef­ur mikið gengið á í ís­lensk­um stjórn­mál­um og fólk treyst­ir ekki ís­lensk­um stjórn­mála­mönn­um,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í viðtali við breska dag­blaðið The Guar­di­an. „Ég skil fólkið.“

Katrín seg­ir að nú verði stjórn­mála­fólk að finna leiðir til að al­menn­ing­ur geti treyst þeim aft­ur. Hún seg­ir að marg­ir sam­herj­ar henn­ar á vinstri væng stjórn­mál­anna séu henni enn reiðir fyr­ir að mynda rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokki og Sjálf­stæðis­flokki.

Katrín seg­ist þekkja for­menn flokk­anna, Sig­urð Inga Jó­hanns­son og Bjarna Bene­dikts­son, vel og að stjórn­ar­sam­starfið gangi vel. Ákvörðun henn­ar að mynda stjórn með þeim hafi verið rétt.

Hún sagði kerf­is­breyt­ing­ar nauðsyn­leg­ar til að auka til­trú al­menn­ings á stjórn­mál­um í land­inu. Til þess þyrfti að fá ólíka flokka sam­an að borðinu og þá gengi ekki að segja „ég ætla ekki að vinna með þér af því að þú gerðir hlut sem var siðferðis­lega rang­ur,“ sagði Katrín.

Viðtalið í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert