Hafin er að nýju vinna við að koma Blöndulínu 3 sem er styrking á byggðalínunni frá Blönduvirkjun til Akureyrar, inn á skipulag í Skagafirði. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst svokallaða vinnslutillögum til breytinga á aðalskipulagi.
Þar er gert ráð fyrir legu línunnar um Kiðaskarð auk fyrri valkosta sem eru Efribyggðarleið og Héraðsvatnaleið. Landsnet telur að styrkja þurfi byggðalínuna til að auka möguleika á atvinnuuppbyggingu og auka afhendingaröryggi raforku á Norðurlandi.
Fyrirtækið lét gera umhverfismat fyrir nokkrum árum þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að best væri að leggja línuna um Vatnsskarð og Efribyggð í Skagafirði. Mætti það mikilli andstöðu íbúa á þessum svæðum sem kröfðust jarðstrengs ef þessi leið yrði farin, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.