Mælti gegn valdi ráðherra

Nokkur styr hefur staðið um skipanir dómara að undanförnu.
Nokkur styr hefur staðið um skipanir dómara að undanförnu. mbl.is/Golli

Haustið 2015 lét dómnefnd reynslu af lögmannsstörfum ráða dómaravali í Hæstarétt. Þrír sóttu um lausa dómarastöðu og taldi nefndin Karl Axelsson hæfastan.

Það var rökstutt með reynslu Karls af lögmannsstörfum, m.a. fyrir óbyggðanefnd. Gunnlaugur Claessen var formaður dómnefndar. Hann fór líka fyrir dómnefnd vegna umsókna um dómarastöður við Landsrétt.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði athugasemd við tillögu nefndarinnar. Taldi hún dómarareynslu eiga að vega þyngra við skipan dómara í Landsrétt. Fór svo að Karl varð hæstaréttardómari að tillögu nefndarinnar. Hæstiréttur taldi hins vegar Sigríði hafa farið gegn stjórnsýslulögum þegar hún tilnefndi dómara við Landsrétt.

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, var meðal dómara sem dæmdu í máli Sigríðar við Hæstarétt. Hann sat í réttarfarsnefnd þegar nefndin mælti gegn valdi ráðherra við dómaraval, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert