Framtíðarsýn of óskýr

Arion banki skilar ársskýrslu sinni fyrir árið 2017 á morgun.
Arion banki skilar ársskýrslu sinni fyrir árið 2017 á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri stærsta lífeyrissjóðs landsins, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir að skort hafi á upplýsingar um framtíðarsýn núverandi eigenda Arion banka hvað rekstur bankans varðaði.

Það hafi verið meðal ástæðna þess að sjóðurinn, eins og aðrir stærstu lífeyrissjóðir landsins, ákvað að taka ekki tilboði Kaupskila um kaup á hlut í Arion banka, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Framtíðarsýn þeirra mætti vera skýrari. Svo má segja að stutt sé í skráningu bankans á markað ef af henni verður og þá er heppilegra fyrir okkur að horfa til þess og halda að okkur höndum að svo stöddu. Einnig hefur það áhrif að fjármagnshöftum hefur verið aflétt og nú er áhersla okkar því meiri á erlendar fjárfestingar.“ Þá segir Haukur að m.a. hafi skort á gagnsæi í söluferlinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert