Guðmundur Ingi lætur Sif fara

Sif Konráðsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sif Konráðsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur rekið Sif Konráðsdóttur, aðstoðamann sinn.

Hún lætur af störfum frá og með deginum í dag. Ráðherra óskar Sif alls hins besta og þakkar henni fyrir samstarfið. 

Starf Sifjar sem aðstoðarmanns ráðherra hefur verið til umfjöllunar upp á síðkastið í kjölfar þess að fréttastofa 365 greindi frá því 10. febrúar að Sif hafi verið kærð til Lögmannafélagsins árið 2008 fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti.

Kennari skjólstæðings Sifjar var dæmdur fyrir kynferðisbrot og til greiðslu bóta. Bæturnar voru lagðar inn á reikning lögmannsins en skiluðu sér hins vegar ekki til skjólstæðingsins fyrr en eftir að búið var að kæra Sif til Lögmannafélagsins. Guðmundur Ingi sagði að Sif nyti trausts í starfi, en hann hefur greint frá því að hann hafi vitað af málinu þegar hann réð Sif sem aðstoðarmann sinn um miðjan desember í fyrra. 

Tilkynning ráðherra í heild sinni: 

Tilkynning frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra

Ég hef tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður minn, hætti störfum frá og með deginum í dag. Ég óska Sif alls hins besta og þakka henni fyrir samstarfið.

Virðingarfyllst,

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert