Eldri borgarar bíða réttlætis

Greiðslur frá Tryggingastofnun duga mörgum skammt.
Greiðslur frá Tryggingastofnun duga mörgum skammt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 1.700 til 2.000 eldri borgarar hafa ekkert annað til framfærslu en lífeyri frá Tryggingastofnun. Fulltrúar Félags eldri borgara (FEB) hafa óskað eftir því að skipaður verði starfshópur til að laga kjör þeirra eldri borgara sem eru verst settir.

Félagið mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra 26. febrúar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB, vitnar í orð forsætisráðherrans frá því í september í fyrra. „Fátækt fólk á ekki að bíða eftir réttlætinu,“ segir Gísli.

Ellert B. Schram, formaður FEB, ritaði einnig Katrínu bréf í janúar þar sem hann segir að kjör eldri borgara séu langt frá því að teljast viðunandi. Margrét Sölvadóttir, 73 ára ellilífeyrisþegi, fer yfir stöðu sína í Morgunblaðinu en hún fær um 230 þús. kr. á mánuði til framfærslu og neyðist því til að búa heima hjá syni sínum eftir 60 ár á vinnumarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert