„Þetta er góður og rólegur strákur“

Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku í gærkvöldi.
Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn hafi verið látinn laus eftir skýrslutöku í gærkvöldi. Hann segir að málið liggi nokkuð ljóst fyrir en bílstjórinn, sem ók leið 14, fór út úr vagninum og réðst að pilti.

Maðurinn verður væntanlega ákærður fyrir líkamsárás og Guðmundi skilst að foreldrar piltsins leggi fram kæru eftir helgi.

Guðmundur Heiðar segir að bílstjórinn muni ekkert keyra á meðan málið er rannsakað. „Hann hljóp út úr bílnum eftir að krakkar hentu klaka í framrúðuna, missti stjórn á sér og greip í pilt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert