Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi þar sem lagt er til …
Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi þar sem lagt er til að orðalagi varðandi umskurð verði breytt úr „stúlkubarn“ í „barn“. mbl.is/​Hari

Siðmennt, fé­lag siðrænna húm­an­ista á Íslandi, hvet­ur Alþingi til þess að samþykkja frum­varp um bann við umsk­urði drengja.

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur lagt fram drög að frum­varpi um breyt­ingu á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, nr. 19/​​1940, 218. gr. a. þar sem seg­ir: „Hver sem með lík­ams­árás veld­ur tjóni á lík­ama eða heilsu stúlku­barns eða konu með því að fjar­lægja kyn­færi henn­ar að hluta eða öllu leyti skal sæta fang­elsi allt að 6 árum.“ Breyt­ing­in sem lögð er til er að orðinu „stúlku­barn“ verði breytt í „barn“ og nái því til drengja og stúlkna.

Frétt mbl.is: Umsk­urður brot á rétt­ind­um drengja

Í um­sögn Siðmennt­ar um frum­varpið seg­ir að Siðmennt hafi skýra sýn á málið. „Þar sem um er að ræða al­var­legt og óaft­ur­kræft inn­grip er óá­sætt­an­legt að börn und­ir lögaldri séu umskor­in,“ seg­ir í um­sögn­inni. Þá er vísað í lög um bann við umsk­urði kvenna sem var samþykkt á Alþingi árið 2005.

Fé­lagið er þó þeirr­ar skoðunar að lögráða ein­stak­ling­ar eigi að geta óskað eft­ir umsk­urði eft­ir upp­lýsta skoðun og ákvörðun þar um. „Rétt er að taka fram að í þeim til­fell­um sem umsk­urður er fram­kvæmd­ur t.d. af heilsu­fars­ástæðum eða af lögráða ein­stak­lingi skuli hann fram­kvæmd­ur af sér­fræðingi á heil­brigðis­sviði,“ seg­ir jafn­framt í um­sögn Siðmennt­ar.

Þá er vísað í um­sagn­ir umboðsmanns barna og lækna­sam­taka víða um heim, sem hafa lagst gegn umsk­urði drengja. „Þess­ar radd­ir und­ir­strika mik­il­vægi þess að gæta hags­muna barna í hví­vetna,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Um­sögn Siðmennt­ar um frum­varpið í heild sinni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert