Má heita Sólúlfur en ekki Theo

Hvað má barnið heita? Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í …
Hvað má barnið heita? Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar mbl.is/Ómar Óskarsson

Nöfn­in Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfi­legt að gefa börn­um. Sól­úlf­ur, Maríon og Bárðdal sem milli­nafn eru hins­veg­ar í lagi. Manna­nafna­nefnd kvað upp 10 úr­sk­urði í janú­ar.

Þá var beiðni um milli­nafnið Danske hafnað sök­um þess það sé ekki ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls. Líkt og fjallað var um á mbl.is og í Morg­un­blaðinu þá er nafnið Alex ekki samþykkt sem kven­manns­nafn. 

Lind ekki karl­manns­nafn

Nafnið Lind má ekki nota sem karl­manns­nafn. Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar seg­ir eig­in­nafnið Lind hafa sterka stöðu sem kven­manns­nafn hér á landi en lít­il hefð sé fyr­ir nafn­inu sem karl­manns­nafni. Það verði því ein­göngu talið vera kven­manns­nafn sam­kvæmt manna­nafna­lög­un­um nr. 45/​1996. 

Sam­kvæmt úr­sk­urðum janú­ar­mánaðar má því ekki heita: Zelda, Alex (sem kven­manns­nafn), Lind (sem karl­manns­nafn), Theo, Danske (sem milli­nafn), Zion né Zelda. 

Nöfn­in sem er samþykkt: Sól­úlf­ur, Maríon og Bárðdal (sem milli­nafn). 

Manna­nafna­nefnd hef­ur sætt nokk­urr­ar gagn­rýni og í janú­ar var lagt fram frum­varp þar sem lagt er til að nefnd­in verði lögð niður. Frum­varpið er nú hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Stöðu frum­varps­ins má sjá hér. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert