„Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“
Þetta segir Ágúst Kárason í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til síðunnar „Fastar ferðir“ sem finna má á Facebook.
Þar birtir Ágúst myndir og upptökur af hinum ýmsu jeppa- og torfærubifreiðum sem sitja fastar við ótrúlegustu aðstæður. Er þarna t.a.m. að finna myndir af óbreyttum jeppabílum sem gefist hafa upp í smá snjóföl, tíu hjóla trukka á kafi í snjó og snjóbíl í erfiðum krapapytti. Efnið myndar Ágúst ýmist sjálfur eða fær það sent til sín frá öðru jeppafólki víðsvegar um land.
Sjá viðtal við Ágúst í heild á baksíðu Morgublaðsins í dag.