Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

Unnið að því að fylla upp í holuna.
Unnið að því að fylla upp í holuna. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi.

Talið er að á fjórða tug bíla hafi skemmst í stærstu holunni og myndaðist örtröð á dekkjaverkstæði í nágrenninu.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar kemur fram að slitlög á vegum landsins séu víða illa farin eftir vetur og umhleypinga undanfarið. Þar segir að vegna umfangs og umhleypinganna sé ekki unnt að laga allt samstundis.

Örtröð myndaðist á dekkjaverkstæði skammt frá holunni.
Örtröð myndaðist á dekkjaverkstæði skammt frá holunni. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er hægt að sjá fyrir og tímasetja áætlun í viðhaldi á vegskemmdum enda geta þær myndast skyndilega,“ segir á vefsíðu Vegagerðarinnar og því er bætt við að aðgæsla ökumanna sé besta leiðin til að forða tjónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert