Tafir á „losun byggingarlands“ í Vatnsmýri hafa aukið þrýsting á flutning landfrekrar og grófrar iðnaðarstarfsemi úr Ártúnshöfða.
Þetta kemur fram í endurmati á aðalskipulagi Reykjavíkur. Færa á iðnað lengra út á jaðarsvæðin. Það er ein mesta breytingin á skipulagi borgarinnar síðustu áratugi. Mun hún fela í sér tilflutning starfa.
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir þetta hluta af þeirri stefnu að uppbygging íbúða fari fyrst og fremst fram á þéttingarsvæðum. „Ég lít á þetta sem endurreisn borgarinnar. Hún er öll á þéttingarsvæðum.“ Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hjálmar vægi iðnaðar fara minnkandi í höfuðborginni. Það kalli á endurmat iðnaðarsvæða.