Ekki í fararbroddi fyrir bættu siðferði

Krafist er útskúfunar án þess að sýnt sé fram á …
Krafist er útskúfunar án þess að sýnt sé fram á að ásakanirnar séu réttar og sannar,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni. mbl.is/Eggert

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ger­ir at­hugamd­ir við gagn­rýni Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur þing­manns Pírata á Face­book síðu sinni. Seg­ir Brynj­ar að á tím­um Cart­hy­ism­ans hafi menn þó a.m.k. fengið að bera hönd fyr­ir höfuð sér. 

„Nú um stund­ir þykir ekki til­töku­mál að ásaka op­in­ber­lega mann og ann­an um um glæpi og mis­gjörðir. Kraf­ist er út­skúf­un­ar án þess að sýnt sé fram á að ásak­an­irn­ar séu rétt­ar og sann­ar,“ seg­ir Brynj­ar í færslu sinni.

Þór­hild­ur Sunna hef­ur und­an­farið bæði gagn­rýnt að Braga Guðbrands­syni sé gert kleift að bjóða sig fram til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna, sem og akst­urs­greiðslur til Ásmund­ar Friðriks­son­ar þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ekki er ljóst í hvort málið Brynj­ar er að vísa.

Seg­ir Brynj­ar stjórn­mála­menn og póli­tíska hópa ekk­ert gefa eft­ir í ásök­un­um sín­um og séu raun­ar ákaf­ast­ir þeirra sem telji sig vera í siðvæðing­ar­her­ferð. „Þegar menn voru sakaðir um komm­ún­ísk­an und­ir­róður og landráð á tím­um Cart­hy­ism­ans í Banda­ríkj­un­um fengu menn þó að bera hönd fyr­ir höfuð sér áður en kom að brott­vikn­ingu úr starfi eða út­skúf­un.“

Velt­ir Brynj­ar því næst fyr­ir sér hvort að Winst­on Churchill hafi hitt nagl­ann á höfuðið, „þegar hann sagði að fas­ist­ar framtíðar­inn­ar muni kalla sig and­fas­ista. Hvort sem það er rétt eður ei er ljóst að þetta fólk mun aldrei vera í far­ar­broddi fyr­ir bættu siðferði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert