Getum ekki staðið hljóð hjá

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra ít­rekaði at­huga­semd­ir sem hann hef­ur gert við ástand mann­rétt­inda­mála á Fil­ipps­eyj­um í ræðu fyr­ir Mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna í dag. Fram­ganga Íslands í mál­inu hef­ur vakið mikla at­hygli segja lög­fræðing­ar sem starfa hjá ráðinu og sóttu Ísland heim fyr­ir nokkru.

Í ræðu sinni lýsti Guðlaug­ur Þór einnig yfir mikl­um áhyggj­um af þeim þján­ing­um sem íbú­ar ríkja eins og Sýr­land og Jemen þurfa að þola. Benti hann á ný­leg­ar mynd­ir og frétt­ir frá Ghouta í Sýr­landi og svipaðar fregn­ir frá Jemen. Örygg­is­ráðið hafi samþykkt að koma á vopna­hléi í Sýr­landi á laug­ar­dag sem sé skref í rétta átt. En mik­il­vægt sé að allt verði gert til þess að þrýsta á þá sem bera ábyrgð á dráp­um að þeir hætti al­farið og að hjálp­ar­stofn­an­ir fái að veita mannúðaraðstoð. Heim­ur­inn geti ekki staðið hljóður hjá enn einu sinni þegar fjölda­morð eru fram­in um há­bjart­an dag. Þegar sak­laus­ar kon­ur, börn og karl­ar eru tek­in af lífi á handa­hófs­kennd­an hátt.

AFP

Guðlaug­ur Þór brýndi aðild­ar­ríki SÞ til að halda í heiðri grund­vall­ar­mann­rétt­indi í ræðu sinni fyr­ir Mann­rétt­indaráði SÞ í Genf í dag. Á sjö­tíu ára af­mæli mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar SÞ væri ástandi þess­ara mála víða ábóta­vant.

„Þrátt fyr­ir mikl­ar fram­far­ir á þeim sjö ára­tug­um sem liðnir eru frá samþykkt mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar, til að mynda hvað varðar rétt­indi kvenna og hinseg­in fólks, er ærin ástæða til að þrýsta áfram á víðtæk­ari virðingu fyr­ir rétt­ind­um allra og sporna við aft­ur­för,“ sagði Guðlaug­ur Þór að lokn­um ræðuhöld­um. „Við heyr­um það hvarvetna að fram­lag Íslands á sviði mann­rétt­inda skipti máli og Mann­rétt­indaráðið er einn helsti vett­vang­ur­inn fyr­ir ríki að halda hvert öðru við efnið.”

Ut­an­rík­is­ráðherra gerði í ræðu sinni grein fyr­ir því að á síðasta ári hefði Ísland gert al­var­lega at­huga­semd í ráðinu við ástand mann­rétt­inda­mála á Fil­ipps­eyj­um og talað þar fyr­ir hönd næst­um fjöru­tíu ríkja. Lýst hefði verið áhyggj­um af þeim aðferðum sem stjórn­völd í land­inu beittu í bar­áttu sinni gegn út­breiðslu fíkni­efna og skorað á þau að gera allt sem þau gætu til að binda enda á ólög­mæt dráp á fólki. Enn frem­ur voru stjórn­völd hvött til að sýna alþjóðastofn­un­um fulla sam­vinnu við að sækja til ábyrgðar þá sem brytu mann­rétt­indi.

Ut­an­rík­is­ráðherra fagnaði því að Fil­ipps­eyj­ar hefðu í kjöl­far um­fjöll­un­ar í mann­rétt­indaráðinu á síðasta ári gefið til kynna að þau væru til­bú­in til að bregðast við at­huga­semd­um annarra aðild­ar­ríkja SÞ. „Við vilj­um nota þetta tæki­færi til að skora á stjórn­völd á Fil­ipps­eyj­um til að halda áfram á þess­ari braut og samþykkja án skil­yrða eða tak­mark­ana heim­sókn frá er­ind­reka Mann­rétt­indaráðsins og sýna auk þess mann­rétt­inda­full­trú­an­um fulla sam­vinnu með því að taka án taf­ar á móti óháðri sér­fræðinga­nefnd til að meta ástandið,“ sagði ráðherra en bætti því að ef fil­ipps­eysk stjórn­völd héldu upp­tekn­um hætti yrði Mann­rétt­indaráðið að íhuga frek­ari viðbrögð, til dæm­is með form­legri álykt­un.

Ut­an­rík­is­ráðherra benti á að Fil­ipps­eyj­ar eru um þess­ar mund­ir kjörn­ir full­trú­ar í ráðinu en 47 ríki sitja þar með at­kvæðis­rétt hverju sinni. Gera þyrfti þá kröfu að ríki sem ættu full­trúa í ráðinu væru til fyr­ir­mynd­ar í bar­átt­unni fyr­ir mann­rétt­ind­um og út­breiðslu þeirra. Sama ætti því við um lönd eins og Sádi-Ar­ab­íu, Venesúela og Egypta­land – sem einnig eiga sæti í Mann­rétt­indaráðinu – en þar hafa verið gerðar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við ástand mann­rétt­inda­mála.

Ut­an­rík­is­ráðherra fjallaði í ræðu sinni einnig um viðleitni Íslend­inga til að tala fyr­ir jafn­rétti kynj­anna á alþjóðavett­vangi. Íslend­ing­ar reyndu að sýna gott for­dæmi og þó að verk væri enn óunnið heima fyr­ir ynni nú­ver­andi rík­is­stjórn mark­visst að frek­ari úr­bót­um. Hann ræddi einnig rétt­indi hinseg­in fólks og lýsti því yfir að Ísland stefndi að þátt­töku í sam­tök­un­um Equal Rights Coaliti­on, sem er nýr sam­starfs­hóp­ur meira en þrjá­tíu ríkja sem vilja beita sér fyr­ir grund­vall­ar­rétt­ind­um hinseg­in fólks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert