Heiða sækist eftir endurkjöri

Heiða Björg Hilmisdóttir.
Heiða Björg Hilmisdóttir. Ljósmynd/Heiða Björg Hilmisdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir hyggst sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heiðu.

„Ég hef verið varaformaður Samfylkingarinnar í liðlega eitt ár og á þeim tíma hefur sannarlega gengið á ýmsu, bæði í íslenskum stjórnmálum og hjá flokknum okkar. Þetta hefur verið krefjandi tími, en afar gefandi, enda sjaldan skemmtilegra í stjórnmálum, en þegar samstaða og eindrægni rikir, árangur starfsins verður sýnilegur og hreyfingin eflist.“

Heiða segir að fram undan séu afar spennandi tímar, áframhaldandi uppbygging Samfylkingarinnar og mikilvægar sveitarstjórnarkosningar. 

„Ég er full bjartsýni á framhaldið og ég veit að hreyfing jafnaðarfólks á mikil sóknarfæri. Ég vill leggja mitt af mörkum til að við nýtum þau færi og óska því eftir áframhaldandi umboði sem varaformaður Samfylkingarinnar á komandi landsfundi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert