Lauk starfi í ágreiningi

ASÍ telur að ekki hafi náðst almenn sátt á meðan …
ASÍ telur að ekki hafi náðst almenn sátt á meðan SA telur að samningar séu samræmi við launastefnu og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga. mbl.is/​Hari

Forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar samkvæmt kjarasamningum aðila frá 2015 hefur lokið störfum. Aðilar eru ekki sammála um hvort forsendur kjarasamninga hafi staðist. ASÍ telur að ekki hafi náðst almenn sátt á meðan SA telur að samningar séu samræmi við launastefnu og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Forsendunefndin tók til skoðunar tvær forsendur samninganna. Í fyrsta lagi mat á því hvort launastefna og launahækkanir kjarasamninga aðildarsamtaka ASÍ og SA á árinu 2015 hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra á vinnumarkaði og í öðru lagi um aukinn kaupmátt launa á samningstímanum.

Fram kemur í tilkynningu, að fulltrúar ASÍ telji að frá því að nefndin úrskurðaði síðast í febrúar 2017 hafi ekki náðst almenn sátt um launastefnuna og því haldi uppsagnarheimildin gildi sínu.

Fulltrúar SA í forsendunefnd telji hins vegar að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið undanfarna 12 mánuði séu í samræmi við launastefnu rammasamkomulagsins og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga.

Báðir aðilar eru hins vegar sammála um að hin forsendan, sem snýr að kaupmáttaraukningu, hafi staðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert