Samkeppniseftirlitið setur alvarlega fyrirvara við samruna Haga og Olís annars vegar og N1 og Festis hins vegar. Ein helsta ástæðan fyrir því er að frumniðurstöður rannsóknar stofnunarinnar á fyrirhuguðum samrunum munu tengjast víðtæku eignarhaldi íslenskra lífeyrissjóða á fyrirtækjunum.
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að Samkeppniseftirlitið hefur sent út andmælaskjal vegna fyrrnefndra samruna sem komnir eru til vegna harðnandi samkeppni á smásölumarkaði, ekki síst eftir tilkomu Costco á íslenskan markað.
Í andmælaskjalinu kemur fram að samrunarnir verði að öllu óbreyttu ekki heimilaðir. Verði niðurstaðan sú í báðum tilvikum yrði það ekki í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið stígur inn í samrunatilraunir sem tengjast komu Costco á markaðinn.