Fjárveitingarnar duga ekki til

Fyllt í holur á hringtorginu á mótum Hamrahlíðar og Lönguhlíðar …
Fyllt í holur á hringtorginu á mótum Hamrahlíðar og Lönguhlíðar í Reykjavík. Vegirnir hafa farið illa í vatnavöxtunum undanfarið. mbl.is/​Hari

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir viðhald á vegum verða í forgangi framkvæmda við samgöngumannvirki næstu ár.

„Slit á vegum hefur auðvitað aukist. Við þurfum að leggja mun meiri áherslu á viðhald mannvirkja svo þau eyðileggist ekki. Það er í forgangi,“ segir Sigurður Ingi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann viðhaldið til dæmis verða framar í röðinni en tvöföldun stofnbrauta við höfuðborgarsvæðið. Vegagerðin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gerðu haustið 2016 með sér samkomulag um aukið viðhald á gatnakerfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert