Kjarasamningar halda

Formannafundur ASÍ á Hilton Nordica hótel í dag.
Formannafundur ASÍ á Hilton Nordica hótel í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

ASÍ hef­ur ákveðið að halda gild­andi kjara­samn­ing­um við SA til ára­móta, en það var niðurstaða fund­ar formanna aðild­ar­fé­laga ASÍ sem lauk fyr­ir skömmu.

Leyni­leg ra­f­ræn at­kvæðagreiðsla var hald­in um hvort segja ætti upp samn­ing­un­um. 44 fé­lög eiga aðild að kjara­samn­ing­un­um, en inn­an sumra fé­laga eru til dæm­is versl­un­ar­manna- og iðnaðarmanna­deild­ir og for­ystu­menn þeirra höfðu einnig at­kvæðis­rétt, ásamt for­manni Rafiðnaðarsam­bands­ins og for­seta ASÍ. 58 ein­stak­ling­ar höfðu því at­kvæðis­rétt um niður­stöðuna.

Form­legt vald til að segja upp kjara­samn­ing­un­um er í hönd­um átta manna samn­inga­nefnd­ar ASÍ en nefnd­in ákvað það að fundi sín­um í morg­un að gera ákvörðun fund­ar formann­anna að sinni. Hún er því bind­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert