Tveir tveggja bíla árekstrar

mbl.is/Hjörtur

Tilkynnt var um umferðarslys á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar rétt fyrir klukkan tvö í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tvær bifreiðar höfðu rekist saman og voru þær báðar óökufærar eftir áreksturinn. Ökumenn beggja bifreiða voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild. Meiðsl þeirra voru þó ekki talin alvarleg. Er annar ökumaðurinn grunaður um hafa ekið gegn rauðu ljósi.

Tilkynnt var um svipað leyti um umferðaróhapp á Nýbýlavegi við Túnbrekku í Kópavogi. Þar lentu einnig tvær bifreiðar saman. Lögregla handtók tvo mjög ölvaða karlmenn á vettvangi grunaða um hafa ekið annarri bifreiðinni undir áhrifum áfengis.

Mennirnir gista fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert