Ekki stofnað til að flytja vopn

Þóra segir í færslu sinni alveg á hreinu að Air …
Þóra segir í færslu sinni alveg á hreinu að Air Atlanta hafi ekki verið stofnað til að flytja vopn.

Þóra Guðmunds­dótt­ir, sem stofnaði flug­fé­lagið Atlanta ásamt þáver­andi eig­in­manni sín­um, Arn­grími Jó­hanns­syni, seg­ir Air Atlanta ekki hafa verið stofnað til að flytja vopn. Það sé al­veg á hreinu.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu Þóru og vek­ur Eg­ill Helga­son at­hygli á færslu Þóru í Silfri Eg­ils á Press­unni, en færsla Þóru er ekki opin.

„Það er al­veg á hreinu að Air Atlanta var ekki stofnað 1986 til að flytja vopn.
Ömur­legt að lesa þess­ar frétt­ir,“ seg­ir í færslu Þóru. „Vil benda á sam­kvæmt frétt­um að Sam­göngu­stofa af­greiddi beiðnir Air Atlanta án at­huga­semda.
Leiðir huga minn að hversu löskuð stjórn­sýsl­an er á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert