Kæra Atlanta fyrir vopnaflutningana

Herstöðvaandstæðingar hafa kært Air Atlanta fyrir vopnaflutningana.
Herstöðvaandstæðingar hafa kært Air Atlanta fyrir vopnaflutningana.

Sam­tök hernaðarand­stæðinga lögðu í há­deg­inu í dag fram kæru á hend­ur flug­fé­lag­inu Atlanta vegna brota á lög­um um eft­ir­lit með þjón­ustu og hlut­um sem geta haft hernaðarlega þýðingu. 

Vísa sam­tök­in í kæru sinni m.a. til um­fjöll­un­ar sjón­varpsþátt­ar­ins Kveiks, þar sem fram kom að Air Atlanta hafi und­an­far­in miss­eri sinnt flutn­ingi á her­gögn­um til Sádi-Ar­ab­íu.

„Sam­tök­in telja ljóst að leyfi op­in­berra aðila frí­ar flutn­ingsaðila ekki ábyrgð og  telja ljóst að flug­fé­lagið Atlanta hafi mátt ætla að þjón­usta þess bryti í bága við skuld­bind­ing­ar Íslands og ís­lensk lög,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna. 

Minna þau á að heim­ild sé í lög­um fyr­ir „upp­töku á hlut­um sem hafa verið notaðir til brots og telja að lög­regla hljóti að íhuga hvort hald­leggja skuli flutn­inga­vél­ar fé­lags­ins sem og fjár­muni sem ætla má að fyr­ir­tæk­inu hafi áskotn­ast vegna viðskipt­anna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert