Fara saman í Kópavogi

Theodóra Þorsteinsdóttir
Theodóra Þorsteinsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

„Við mun­um bjóða fram sam­eig­in­leg­an lista með Viðreisn í Kópa­vogi,“ seg­ir Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Bjartr­ar framtíðar, um kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið staðfest­ir Theo­dóra að hún muni leiða sam­eig­in­leg­an lista Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar. Þá mun Ein­ar Þor­varðar­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri HSÍ, skipa annað sæti list­ans.

„Það hef­ur verið tek­in ákvörðun um að ég muni leiða list­ann. Viðreisn mun síðan skipa Ein­ar í annað sæti list­ans,“ seg­ir Theo­dóra og bæt­ir við að upp­still­ing á list­ann sé nú í full­um gangi. „Við í Bjartri framtíð vor­um langt kom­in með að stilla upp öll­um list­an­um þegar Viðreisn óskaði eft­ir sam­starfi. Við erum nú í þeirri vinnu að stilla upp sam­eig­in­leg­um lista sem geng­ur mjög vel,“ seg­ir Theo­dóra í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert