Sjálfstæðismenn vilja skoða möguleikann á því að byggja upp samgöngumiðstöð við Kringluna.
Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en þar kynnti hann kosningaáherslur flokksins.
Þá kynnti flokkurinn einnig hugmyndir um afnám innviðagjalds. Eyþór segir að þegar upp sé staðið bitni innviðgjaldið á íbúðakaupendum. „Það er á endanum fólkið sem kaupir húsin sem borgar. Við teljum að þetta sé ósanngjarnt gjald og það sé íþyngjandi fyrir húsnæðiskaupendur og leigjendur,“ segir Eyþór sem einnig vill ráðast í mikla íbúðauppbyggingu í Örfirisey og við Keldur.