„Þetta er varanlegur skaði sem þýðir að hún er lömuð fyrir lífstíð,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur.
Hún hefur undanfarna viku verið í endurhæfingu á bæklunarspítala í útjaðri Sevilla. Þar hefur hún fengið talsvert betri umönnun en hún hafði áður fengið á háskólasjúkrahúsi í Malaga þar sem hún lá fyrstu vikurnar eftir slysið.
Spurður í Morgunblaðinu í daghvort nýrra frétta sé að vænta af máli Sunnu segist Páll ekki vita til þess.