Leggja fram vantrauststillögu

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Hari

Þingflokkar Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu. Tillagan var send inn laust fyrir miðnætti í gær.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að hefð sé fyrir því að vantrausttillögur séu teknar á dagskrá þingsins við fyrsta tækifæri.

„Við tókum ákvörðun um að láta verða af þessu í gær. Það hefur allt komið fram sem þarf að koma fram. Nú er kominn tími til að allir standi fyrir sínu og taki afstöðu til þess hvort þeir treysti ráðherra eða ekki,“ segir Þórhildur Sunna.

„Ég reikna með því að það verði mögulega einhver stuðningur meðal stjórnarliða. Það þarf bara að horfa hlutlaust á þetta mál til að átta sig á því að ráðherra er ekki treystandi fyrir þessum málaflokki,“ segir Þórhildur Sunna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert