Telur sig njóta stuðnings meirihluta

Siríður Andersen dómsmálaráðherra.
Siríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég geng út frá því að ég njóti stuðnings þingsins,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en Píratar og Samfylkingin lögðu seint í gærkvöldi fram vantrauststillögu gegn henni.

Óvíst er hvenær tillagan verður tekin fyrir á þingi en Steingrímur J. Sigfússon þingforseti sagði í samtali við mbl.is í morgun að tillagan yrði tekin fyrir „eins fljótt og aðstæður leyfa“.

Sigríður sagðist fagna því að hennar störf yrðu rædd. Ríkið var í desember dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur eftir að Sigríður vék frá niður­stöðum hæfnisnefnd­ar­ varðandi fjóra um­sækj­end­ur og voru dómararnir, Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es Rúnar Jóhannsson, ekki á meðal þeirra sem lagt var til að yrðu skipaðir.

Sigríður sagði að það væri full dramatískt að tala um tillöguna sem áfall en þetta væri henni þó ekki léttvægt. 

Það á ekki að vera léttvæg ákvörðun að leggja fram vantrauststillögu, hvort sem það er á ríkisstjórn eða ráðherra. Málsmeðferðin er ekki léttvæg þannig að það verður fjallað um tillöguna af alvöru, sama hver á í hlut sem ber hana fram. Menn verða að taka því,“ sagði Sigríður en hún telur sig njóta stuðnings meirihluta á þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert