Sólveig Anna nýr formaður Eflingar

Sólveig var orðlaus þegar úrslitin voru ljós.
Sólveig var orðlaus þegar úrslitin voru ljós. Haraldur Jónasson/Hari

B-listi, und­ir for­ystu Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, sigraði með mikl­um yf­ir­burðum í stjórn­ar­kjöri Efl­ing­ar-stétt­ar­fé­lags. B-list­inn fékk 2.099 at­kvæði, eða rúm 80 pró­sent at­kvæða, en A-listi stjórn­ar og trúnaðaráðs fékk 519 at­kvæði. Úrslit lágu fyr­ir nú fyr­ir skömmu. 

„Ég er bara orðlaus, þetta er ótrú­legt. Ég er hérna fyr­ir utan kosn­inga­vök­una á leiðinni inn að hitta fólkið sem lét þetta ger­ast,“ sagði Sól­veig í sam­tali við mbl.is rétt eft­ir að úr­slit­in voru kunn­gjörð, en hún var aug­ljós­lega mjög hrærð og í miklu spennu­falli.

„Ég leyfði mér að vera já­kvæð í gær því við erum bara búin að hitta já­kvætt fólk. Við höf­um ekki hitt eina ein­ustu mann­eskju sem seg­ir okk­ur að fara til fjand­ans. Það spurði okk­ur eng­inn út í þenn­an áróður um að ég væri út­send­ari Sósí­al­ista­flokks­ins. Ég leyfði mér því að vera já­kvæð, en ég hafði aldrei á nein­um tíma­punkti látið mig dreyma um eitt­hvað svona. Aldrei.“ Að því sögðu var Sól­veig rok­in inn á kosn­inga­vök­una og heyrði blaðamaður í bak­grunni að henni var vel fagnað.

Sólveig á kosningavöku B-listans fyrr í kvöld.
Sól­veig á kosn­inga­vöku B-list­ans fyrr í kvöld. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari

Sól­veig mun taka við sem formaður Efl­ing­ar af Sig­urði Bessa­syni á aðal­fundi fé­lags­ins 26. apríl næst­kom­andi.

Þeir sem voru með Sól­veigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Efl­ing­ar eru Magda­lena Kwi­at­kowska hjá Café Par­is, Aðal­geir Björns­son, tækja­stjóri hjá Eim­skip, Anna Marta Mar­jan­kowska hjá Nátt­úru þrif­um, Daní­el Örn Arn­ars­son hjá Kerfi fyr­ir­tækjaþjón­ustu, Guðmund­ur Jónatan Bald­urs­son, bíl­stjóri hjá Snæ­land Gríms­son, Jamie Mcquilk­in hjá Resource In­ternati­onal ehf. og Kol­brún Val­ves­dótt­ir, starfsmaður bú­setuþjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Á kjör­skrá voru 16.578 fé­lags­menn og af þeim greiddu 2.618 at­kvæði.

Talning atkvæða tók lengri tíma en búist var við en …
Taln­ing at­kvæða tók lengri tíma en bú­ist var við en kosn­ingu lauk klukk­ann 20 í kvöld. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Sólveig fagnaði í húsakynnum Eflingar þegar úrslit lágu fyrir.
Sól­veig fagnaði í húsa­kynn­um Efl­ing­ar þegar úr­slit lágu fyr­ir. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert