Ferðaþjónustan yfirtekur samfélagið

Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi og fulltrúi í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi og fulltrúi í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vax­andi gremju gæt­ir meðal íbúa í Blá­skóga­byggð sem þykir ferðaþjón­ust­an vera orðin svo um­svifa­mik­il að hags­mun­ir fólks­ins sem sveit­ina bygg­ir séu víkj­andi. Mikið álag sé til dæm­is á vega­kerfið í upp­sveit­um Árnes­sýslu, sem sé að brotna und­an þunga rútu­bíla. Þá sé um­ferð er­lendra ferðamanna á litl­um bíla­leigu­bíl­um mik­il og kraðaki lík­ust. Fleira er til­tekið sem allt eru rök fyr­ir því að kraft­ur verði sett­ur í úr­bæt­ur í vega­mál­um á svæðinu. Þetta er kjarni þess sem fram kom í máli full­trúa í sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar í kynn­is­ferð um sveit­ar­fé­lagið síðastliðinn þriðju­dag.

Vega­kerfið er hrunið

„Ferðaþjón­ust­an er í raun að yf­ir­taka sam­fé­lagið og íbú­ar þurfa í aukn­um mæli að aðlaga sig hegðun ferðamann­anna,“ seg­ir Guðrún Svan­hvít Magnús­dótt­ir, bóndi í Bræðra­tungu í Bisk­upstung­um, sem er full­trúi í sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar.

„Ferðaþjón­ust­an er stór at­vinnu­grein hér og heima­menn sem hana stunda eru til fyr­ir­mynd­ar í sín­um störf­um. Hins veg­ar er sveit­ar­fé­lagið okk­ar aðalmjólk­ur­kýr stórra ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja í Reykja­vík og mik­ill fjöldi fólks fer á þeirra veg­um hér er um, oft­ast í dags­ferðum svo lítið verður eft­ir hér í sveit­ar­fé­lag­inu nema að vega­kerfið er hrunið.“

Hálf­gerðar horn­rek­ur

Inn­an landa­mæra Blá­skóga­byggðar eru nokkr­ir af fjöl­sótt­ustu ferðamanna­stöðum lands. Þar má nefna Þing­velli, Geysi og Gull­foss og stór hluti af þeim er­lendu ferðamönn­um sem til lands­ins koma legg­ur leið sína þangað.

„Það má ekki gleym­ast að hér er land­búnaður öfl­ug at­vinnu­grein og við bænd­ur erum að verða hálf­gerð horn­reka með bú­pen­ing okk­ar. Lend­um oft í vand­ræðum með að kom­ast um okk­ar eig­in jarðir. Marg­ar jarðir í hér eru klofn­ar af stór­um stofn­veg­um, til dæm­is Bisk­upstungna­braut og Laug­ar­vatns­vegi. Umræðan um ör­yggi á veg­um hef­ur verið um ferðaþjón­ust­una og ekki geng­ur að bjóða er­lend­um gest­um okk­ar upp á ónýtt vega­kerfi,“ seg­ir Guðrún Svan­hvít í Bræðra­tungu. 

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.  

Ferðamenn við Gullfoss.
Ferðamenn við Gull­foss. Mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Gjábakkavegur við Þingvelli er illa farinn af álagi. Endurbætur standa …
Gjá­bakka­veg­ur við Þing­velli er illa far­inn af álagi. End­ur­bæt­ur standa fyr­ir dyr­um. Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert