Munu snjalltækin skaða málþroskann?

Ef rétt er farið með tæknina geta snjalltæki verið tækifæri …
Ef rétt er farið með tæknina geta snjalltæki verið tækifæri fyrir börn til að læra kurteisleg samskipti. Thinkstock/iStockphoto

Í dag al­ast börn og ung­ling­ar upp um­kringd snjall­tækj­um sem skilja talað mál. Þau geta spurt snjallsím­ann sinn, eða snjall­hátal­ar­ann á heim­il­inu, hvers kyns spurn­inga og gefið þeim fyr­ir­mæli um að gera allt frá því að spila upp­á­halds­tón­list­ina yfir í að panta pítsu.

Fyrr á ár­inu fjallaði breska dag­blaðið Tel­egraph um að hætta gæti verið á að snjall­tæk­in kölluðu fram óviðeig­andi hegðun hjá börn­um, því Siri og Al­exa gera eins og þeim er sagt, hvort sem beðið er fal­lega eða ekki. Ótt­ast sér­fræðing­ar að ef börn temja sér að tala á óheflaðan hátt við snjall­tæk­in geti það smit­ast yfir í hvernig þau tala við annað fólk og gæti þá hin ann­álaða breska kurt­eisi heyrt sög­unni til.

Gerður Guðjóns­dótt­ir tal­meina­fræðing­ur seg­ir að for­eldr­ar verði vissu­lega að fara var­lega og reyna að láta börn­in nota snjall­tæk­in á ábyrg­an hátt. Ef rétt er farið með tækn­ina geti snjall­tæk­in verið tæki­færi fyr­ir börn­in til að læra kurt­eis­leg sam­skipti.

Gerður hef­ur þó meiri áhyggj­ur af að snjall­tækja­notk­un­in sé á kostnað sam­skipta við aðra heim­il­is­meðlimi og það geti haft áhrif á málþrosk­ann. „For­eldr­ar og aðrir full­orðnir eru mál­fyr­ir­mynd­ir barn­anna og hafa mikið að segja með að þau tali rétt mál. Skort­ur á sam­töl­um við annað fólk er mun meira áhyggju­efni en að börn­in stel­ist til að vera ókurt­eis við snjall­tæk­in sín.“

Sjá sam­tal við Gerði í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert