Umferðatafir verða við brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi frá kl. 11 í dag og eitthvað fram eftir degi. Verið er að skipta um handrið á brúnni. Starfsmenn Vegagerðarinnar annast umferðarstjórnun við brúna á meðan vinnu við handrið stendur.
Hálka eða hálkublettir eru allvíða á Vestfjörðum einkum á norðanverðum fjörðunum og í Djúpinu. Snjóþekja og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði en þæfingur og skafrenningur á Þröskuldum.
Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Austurlandi en þæfingur og snjókoma er á Fjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum.