Keyrði bara 2.000 kílómetra í janúar

Ásmundur segir ferðakostnað hans vegna eigin bíls í janúar hafa …
Ásmundur segir ferðakostnað hans vegna eigin bíls í janúar hafa verið 212 þúsund krónur. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist aðeins hafa keyrt 2092 kíló­metra í janú­ar og því sé af og frá að hann sé að þiggja 20 þúsund krón­ur í dag í inn­lend­an ferðakostnað vegna ferða á eig­in bíl.

Fram kem­ur á heimasíðu Alþing­is að Ásmund­ur hafi þegið tæp­lega 600 þúsund krón­ur í inn­lend­an ferðakostnað í janú­ar­mánuði, en tekið er fram að ein­hverj­ir reikn­ing­anna sem stofnað var til á síðari hluta árs­ins 2017 hafi borist í janú­ar 2018 og því bók­ast á þann mánuð. Ásmund­ur seg­ir það skýra þá háu upp­hæð sem skráð sé á hann fyr­ir janú­ar á vef Alþing­is.

Seg­ist hann hafa skilað inn þrett­án færsl­um fyr­ir janú­ar­mánuð, þeirri fyrstu dag­settri 6. janú­ar og síðustu dag­settri 27. janú­ar. Sam­tals séu þetta 2092 kíló­metr­ar og geri um 212 þúsund krón­ur í inn­lend­an ferðakostnað vegna ferða á eig­in bíl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert