Ráðherrar munu birta yfirlit úr dagbókum sínum frá og með deginum í dag, en þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að við undirbúning málsins hafi verið leitað fyrirmynda, einkum á Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Hver og einn ráðherra mun meta hversu miklar upplýsingar verða birtar um dagskrá hverrar viku, en stiklað verður á stóru í dagskrá ráðherra. Að meginstefnu er gert ráð fyrir að upplýsingar birtist um eftirfarandi:
Dagbækurnar má finna á undirsíðu undir hverjum og einum ráðherra á vef Stjórnarráðsins.
Þegar þetta er birt hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ein birt yfirlit úr dagbók sinni. Nær það bæði til þessarar viku og þeirrar síðustu.