Skjálfti í hreyfingunni en varað við skotgröfum

Kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur valdið titringi.
Kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur valdið titringi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Titr­ing­ur er inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar eft­ir sig­ur B-lista Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur í Efl­ingu og óvissa um hvaða breyt­ing­ar gætu verið í far­vatn­inu á vett­vangi ASÍ og um sam­starf stétt­ar­fé­laga.

Sól­veig Anna, sem tek­ur við for­mennsk­unni 26. apríl, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, ætla að funda í dag og stilla sam­an strengi. Er ekki úti­lokað skv. heim­ild­um Morg­un­blaðsins að Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar, mæti einnig til þess fund­ar. Sam­eig­in­lega er vægi þess­ara fé­laga 53% á vett­vangi ASÍ.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að spurn­ing­ar hafi einnig vaknað um hvort fram­hald verður á ára­löngu sam­starfi verka­lýðsfé­lag­anna sem mynda Flóa­banda­lagið, Efl­ing­ar, Hlíf­ar, VSFK og Stétt­Vest. Kol­beinn Gunn­ars­son, formaður Hlíf­ar, tek­ur þó ekki und­ir að það muni líða und­ir lok. Nokk­ur tími sé þar til nýr formaður taki við í Efl­ingu, sem eigi eft­ir að setja sig inn í mál­in. Hann seg­ir Flóa­fé­lög­in vera með marga sam­eig­in­lega samn­inga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert