Margir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks velta því nú fyrir sér hvort þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar í fjórum fastanefndum Alþingis sé enn fyrir hendi.
Það gera þeir eftir að þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra.
Hvort þeirra um sig situr í tveimur fastanefndum þingsins og meirihlutinn í atkvæðagreiðslum í nefndum ræðst af þeirra atkvæði. Þingmenn sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag segja að boltinn sé hjá VG.