Af hverju hættirðu ekki á Facebook?

Virkir notendur á Facebook eru 2,2 milljarðar talsins og er …
Virkir notendur á Facebook eru 2,2 milljarðar talsins og er Facebook vinsælasti samfélagsmiðillinn. AFP
Sí­fellt fleiri eru að átta sig á því hvað sím­inn þeirra og sam­fé­lags­miðlar hafa mik­il áhrif á líf þeirra og sum­ir ákveða í kjöl­farið að tak­marka notk­un sína eða hætta al­veg. Hug­búnaður­inn er hannaður til að vera ávana­bind­andi.
Meðal­mann­eskj­an eyðir fjór­um klukku­stund­um á dag í sím­an­um sam­kvæmt app­inu Moment, sem fylg­ist með í hvað þú eyðir tím­an­um í sím­an­um þínum. Þetta er byggt á gögn­um frá fimm millj­ón­um not­enda. Tím­inn fer kannski ekki all­ur í sam­fé­lags­miðla því fólk les t.d. grein­ar í sím­an­um en þess­ar upp­lýs­ing­ar koma samt marg­ar í gegn­um sam­fé­lags­miðlana, og þá ekki síst Face­book. 
Tækn­in til hjálp­ar 
 
Þeir sem vilja nota tækn­ina til að hjálpa sér að ná tök­um á síma­notk­un­inni, eða að minnsta kosti til þess að átta sig á um­fangi notk­un­ar­inn­ar, ættu að prófa öpp á borð við fyrr­nefnt Moment, Space og Mute. Stofn­andi þess síðast­nefnda, Nick Kuh, hannaði Mute til þess að hvetja fólk til að nota sím­ann sinn minna, minnka notk­un­ina á sam­fé­lags­miðlum og vera meira til staðar. Í app­inu er hægt að setja sér tak­mörk um há­marks­skjá­tíma og svo­kallaðan afeitr­un­ar­tíma, þann tíma í einu sem sím­inn er al­gjör­lega lát­inn í friði. Líka er hægt að sjá hversu oft sím­inn er tek­inn upp á hverj­um degi. Þarna er hægt að nota tækn­ina til að berj­ast við tækn­ina!

Kuh vildi láta gott af sér leiða því hann veit að flest öpp hjálpa ekki til því öll mögu­leg öpp frá leikj­um til sam­fé­lags­miðla eru hönnuð til þess að láta okk­ur halda áfram að nota þau. „Mörg þess­ara fyr­ir­tækja nota hegðun­arsál­fræðinga til þess að gera þetta; finna leiðir til að ná þér aft­ur inn. Ég hef unnið við öpp sem gera þetta og ég er ekki stolt­ur af því,“ sagði hann í sam­tali við Guar­di­an.

Samfélagsmiðlar eru oft tímaþjófar.
Sam­fé­lags­miðlar eru oft tímaþjóf­ar. AFP

Trist­an Harris, fyrr­ver­andi vöru­heim­spek­ing­ur hjá Google, er sann­færður um að Kís­ildal­ur­inn sé að gera okk­ur háð sím­un­um okk­ar og vill snúa við þess­ari þróun. Hann seg­ir sím­ann sinn vera ávana­bind­andi og lík­ir iP­ho­ne-inum sín­um við það að vera með „happ­drættis­vél í vas­an­um“. Tit­ill hans vís­ar til þess að und­ir lok­in í starfi sínu hjá Google var hann far­inn að vinna við að rann­saka hvernig fyr­ir­tækið gæti haft siðræna hönn­un að leiðarljósi í öllu starfi en hann hætti hjá fyr­ir­tæk­inu til að vinna að þess­um breyt­ing­um á víðari vett­vangi, m.a. hjá sam­tök­un­um Time Well Spent.

Ein­hverj­ir gera lítið úr símafíkn fólks og kenna veik­lyndi um en Harris seg­ir að for­rit­un­um sjálf­um sé um að kenna. Þau séu hönnuð til þess að gera fólk að fíkl­um og hann vill að tæknifyr­ir­tæki axli ábyrgð til að hjálpa okk­ur að leggja sím­ann auðveld­ar frá okk­ur. Hann vill að þeir sem hanni og þrói hug­búnað þurfi að sverja eins kon­ar Hippokra­tesareið sem bygg­ist á því að hætta að not­færa sér veik­leika fólks.

Botn­laus skál

 
„Það er alltaf til leið til að hanna sem bygg­ist ekki á fíkn,“ sagði hann í sam­tali við The Atlantic. „Like“-hnapp­ur­inn eins og á Face­book og In­sta­gram er dæmi um tækni sem hvet­ur til notk­un­ar. Fólk gáir oft hvort að það séu ekki að bæt­ast við „like“ og fær dópa­mín­skot í heil­ann þegar það ger­ist. Sannað er að þegar verðlaun eru veitt með til­vilj­ana­kennd­um hætti ýtir það enn frek­ar und­ir ákveðna hegðun.

Til er fræg rann­sókn sem leiddi í ljós að fólk borðaði 73% meiri súpu úr skál­um sem fylltu sig sjálf­ar en þegar not­ast var við venju­leg­ar skál­ar. Frétta­yf­ir­litið (news feed) í Face­book minn­ir á þess­ar sjálf­fyll­andi skál­ar, það kem­ur stöðugt meira og við átt­um okk­ur ekki á því að við inn­byrðum meira magn af upp­lýs­ing­um en við ætluðum okk­ur.

Stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg, er meðvitaður um þessa umræðu og hef­ur sett sér það mark­mið að laga Face­book á þessu ári. Þetta er raun­ar ára­móta­heit hans en fyrri ára­móta­heit hafa verið m.a. að læra manda­rín og lesa eina bók á viku. Hann vill m.a. standa vörð um and­lega heilsu not­enda sam­fé­lags­miðils­ins og koma í veg fyr­ir að hann sé mis­notaður. Von­andi tekst hon­um þetta.

Just­in Ro­sen­stein, hönnuður „like“-hnapps­ins á Face­book, er bú­inn að loka á Reddit í tölv­unni sinni, banna Snapchat og tak­marka notk­un sína á Face­book. Hann er ósátt­ur við að netið sé farið að snú­ast að þörf­um aug­lýs­ingaiðnaðar­ins. Hon­um finnst mik­il­vægt að taka þessa umræðu nú því hann sé í síðustu kyn­slóðinni sem muni hvernig lífið var fyr­ir snjallsíma­bylt­ing­una.

Það er nefni­lega erfitt að átta sig á því ná­kvæm­lega hvað þessi mikla síma­notk­un er að koma í veg fyr­ir. Það er til dæm­is mik­il­vægt að láta sér leiðast en þannig verður til pláss fyr­ir nýj­ar hug­mynd­ir. Það er ekki hægt ef sím­inn er tek­inn upp um leið og hæg­ist um og hann er alltaf notaður til að dreifa hug­an­um. Það er ólík­legt að maður hugsi á dán­ar­beðinum: „Ég vildi að ég hefði verið meira á Face­book!“ Það eru til skemmti­legri æv­in­týri en þau sem byrja með skrolli.

Þórhildur Magnúsdóttir.
Þór­hild­ur Magnús­dótt­ir. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son

Öðru­vísi sam­skipti 

Þór­hild­ur Magnús­dótt­ir hef­ur haft fe­brú­ar sam­fé­lags­miðlalaus­an tvö ár í röð og not­ar sam­fé­lags­miðla mark­viss­ar eft­ir hléið.

Hvatti þetta þig til öðru­vísi sam­skipta við fólk?

„Al­gjör­lega og fyr­ir mér er það stærsti ávinn­ing­ur­inn. Það sem mér finnst aðaló­kost­ur­inn er hvað fólk not­ar sam­fé­lags­miðlana mikið í þeirri trú að það sé í al­vör­unni að byggja upp sam­bönd við aðra sem það er að gera að ein­hverju leyti en ekki nógu djúpt. Þetta er svo­lítið yf­ir­borðskennt og hamlandi. Það eru tak­mörk fyr­ir því hversu mikið maður get­ur tengst eða kynnst fólki í gegn­um sam­fé­lags­miðla,“ seg­ir hún.

„Það er ekki endi­lega að maður sé meðvitaður um að nú sé maður ekki að spjalla við fólk á Face­book og hugsi að maður ætti að spjalla við það í al­vör­unni held­ur hef­ur maður bara meiri tíma og tek­ur bet­ur eft­ir því hvað maður er að gera við tím­ann þegar þessi tímaþjóf­ur er ekki til staðar.“

Atli Bollason er hættur á Facebook.
Atli Bolla­son er hætt­ur á Face­book. mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

Allt steypt í sama mót

Atli Bolla­son byrjaði á Face­book haustið 2007 en ákvað að hætta á sam­fé­lags­miðlin­um 1. nóv­em­ber síðastliðinn.

Af hverju gerðirðu það?

„Það voru í raun­inni marg­ar ástæður. Sú fyrsta og ein­fald­asta er bara hvað þetta tek­ur mik­inn tíma frá manni. Mér fannst ég svo oft lenda í því að ég ætlaði að gera eitt­hvað annað en svo bara hurfu mín­út­ur og klukku­stund­ir þarna inni, sem var alltaf tími sem ég sá eft­ir. Mér fannst alltaf eins og ég hefði eig­in­lega verið að gera eitt­hvað af mér,“ seg­ir hann en það er vissu­lega óþægi­leg til­finn­ing að sjá eft­ir tíma.

„Þetta var til­finn­ing sem ég upp­lifði frek­ar oft,“ seg­ir hann og lenti eins og svo marg­ir í því að í stað þess að lesa í klukku­tíma í bók­inni á nátt­borðinu fyr­ir svefn­inn hvarf tím­inn í Face­book. „Aðeins að kíkja“ verður oft að ein­hverju meira, sem er áreiðan­lega nokkuð sem marg­ir kann­ast við.

Önnur ástæða fyr­ir því að hætta er hon­um ekki síður mik­il­væg.

„Ég vildi hætta að styðja að allt efni, sama hvort maður er til dæm­is blaðamaður eða listamaður að gera eitt­hvað, sama hvað maður er að gera þarf það allt að vera sniðið að þessu Face­book­formati. Það þarf allt að vera deil­an­legt. Það þýðir að það þarf allt að vera stutt, gríp­andi og ein­falt og mér fannst það orðið pirr­andi. Ég vildi ekki taka þátt í að allt þyrfti að vera steypt í þetta mót,“ seg­ir hann.

Nán­ar er rætt við Atla og Þór­hildi í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert