Skildu barn eftir heima og fóru að skemmta sér

Fólkið hafði farið að skemmta sér og skildi barnið eftir …
Fólkið hafði farið að skemmta sér og skildi barnið eftir eitt heima.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu þurfti í nótt að hafa af­skipti af sam­býl­is­fólki sem hafði skilið árs­gam­alt barn sitt eft­ir eitt heima á meðan þau fóru að skemmta sér í ann­arri íbúð í stiga­gang­in­um þar sem þau búa.

Mála­vext­ir voru þannig að rétt fyr­ir klukk­an eitt í nótt fékk lög­regla til­kynn­ingu um hávaða frá íbúð við Skyggn­is­braut í Grafar­holti í Reykja­vík. Er lög­reglu­menn komu á vett­vang voru þar nokkr­ir ölvaðir aðilar og einnig börn. Lentu lög­reglu­menn í átök­um við fólkið og var einn maður hand­tek­inn á vett­vangi og vistaður í fanga­geymslu. 

Eig­in­kona hins hand­tekna var einnig á vett­vangi og kom síðar í ljós að hjón­in búa í ann­arri íbúð í hús­inu og höfðu skilið barnið eft­ir í íbúð sinni á meðan þau voru að skemmta sér. Málið var af­greitt með aðkomu barna­vernd­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert