Þverun Þorskafjarðar enn raunhæf

Teigsskógur í Reykhólasveit.
Teigsskógur í Reykhólasveit. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það hefði ekkert þurft að fara í gegnum skóginn. Þessi leið hefði valdið minni skaða að mínu mati og um leið hefðu verið slegnar 2-3 flugur í einu höggi; þarna hefðu orðið til betri samgöngur, minna náttúrurask og þessi framkvæmd hefði meiri samfélagsleg áhrif fyrir svæðið.“

Þetta segir Bjarni Maríus Jónsson sem setti fram áhugaverða hugmynd um lagningu Vestfjarðavegar árið 2010. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í síðustu viku að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit skyldi liggja um Teigsskóg. Lengi hefur verið deilt um hvar umræddur vegur skuli lagður og að síðustu stóð valið milli tveggja kosta; að hann yrði lagður um kjarrlendi Teigsskógar eða að jarðgöng yrðu grafin undir Hjallaháls.

Hugmynd Bjarna, sem var hluti af meistaraprófsverkefni hans í haf- og strandsvæðastjórnun, sneri að þverun yfir mynni Þorskafjarðar. Virkja átti sjávarföll í firðinum sem myndi skila tekjum á móti framkvæmdinni. Hugmynd Bjarna var tengd við svokallaða A-leið sem Vegagerðin hannaði. Um var að ræða þverun yfir mynni Þorskafjarðar, frá Reykjanesi yfir í Skálanes, um tveggja og hálfs kílómetra leið, og með tengingu í Kollafjörð, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert