Ástráður ekki vanhæfur

Ástráður Haraldsson hafði af héraðsdómi verið talinn vanhæfur.
Ástráður Haraldsson hafði af héraðsdómi verið talinn vanhæfur. mbl.is/Styrmir Kári

Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ástráður Haraldsson héraðsdómari teljist ekki vanhæfur til að dæma í máli LBI ehf. gegn Brimi hf. Landsréttur fellir þar með úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Ástráður skuli víkja sæti í málinu.

Þau atvik sem lágu að baki ákvörðun héraðsdóms í málinu voru að lögmaður sem starfaði á sömu lögmannsstofu og lögmaður Brims ehf. gætti hagsmuna dómarans í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu og lauk með dómi Hæstaréttar þann 19. desember síðastliðinn. Í greinargerð sinni til Landsréttar tilgreindi lögmaður Brims einnig sem vanhæfnisástæðu að lögmaður LBI hefði verið einn af fimm dómurum sem dæmdu í málinu í Hæstarétti.

Landsréttur taldi hins vegar að framangreind tengsl gæfu ekki tilefni til að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómarans til að fara með málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert