Einn þingmaður með 72 fyrirspurnir

Björn Leví í ræðustóli Alþingis.
Björn Leví í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á yfistandandi þingi, 148. löggjafarþinginu, hafa alþingismenn lagt fram alls 283 fyrirspurnir.

Einn þingmaður hefur algjöra sérstöðu, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann hefur lagt fram 72 fyrirspurnir, eða fjórðung allra fyrirspurna. Sá sem næstur kemur hefur lagt fram 17.

Þegar fyrirspurnir Björns Levís Gunnarssonar á yfirstandandi þingi eru skoðaðar kennir margra grasa. Margar þeirra eru raðfyrirspurnir, þ.e. þær eru lagðar fyrir alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Í þingsköpum eru engar takmarkanir á því hve margar fyrirspurnir einstakir þingmenn geta lagt fram, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinuí dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert