Búningurinn fer vel af stað

Nýr búningur íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur farið vel af stað að sögn Viðars Valssonar, verslunarstjóra í Jóa útherja. Í gær var opið til kl. 20 til að mæta eftirspurn og fjöldi fólks hafði komið í morgun til að næla sér í treyju. Flestir eru ánægðir þótt einhverjir sakni rauðu línunnar sem var á gömlu treyjunni.

Síðasta treyja sem karlalandsliðið lék m.a. í á EM 2016 seldist í bílförmum um allan heim en talið er að um 40.000 treyjur hafi verið seldar alls. Mikill kippur varð í sölu á meðan EM stóð en Viðar á von á því að salan verði jafnari núna og fleiri muni kaupa sér treyjur áður en HM hefst í Rússlandi í júní.

mbl.is kíkti í Jóa útherja í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert