Cantona hitti forseta Íslands

Eric Cantona ásamt forseta Íslands á Bessastöðum.
Eric Cantona ásamt forseta Íslands á Bessastöðum. Ljósmynd/Forsetaembættið

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu forsetaembættisins.

Samtal þeirra var hluti af þáttaröð um heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Eurosport í sumar.

Cantona er fyrrverandi leikmaður Manchester United þar sem hann gerði garðinn frægan undir lok síðustu aldar.

Cantona ræddi einnig við stuðningsmenn Tólfunnar hér á landi vegna þáttarins, að því er Vísir greindi frá á fimmtudag. Þar kemur fram að Cantona hefði í hyggju að kanna knattspyrnuhallir og annan aðbúnað íslenskra knattspyrnumanna hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert