Mótmæla þögn íslenskra stjórnvalda

Mótmælendur gengur fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.
Mótmælendur gengur fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. mbl.is/Eggert

Fjöldi fólks kom saman við Hallgrímskirkju í hádeginu í dag til að styðja íbúa Afrín-héraðs í Sýrlandi. Einnig þrýsta mótmælendur á íslensk stjórnvöld að fordæma innrás Tyrklandshers inn í héraðið.

Mótmælendur söfnuðust saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem þeir gengu fylktu liði niður á Austurvöll þar sem mótmæladagskrá fer fram en samtökin No Borders á Íslandi standa fyrir mótmælunum.

Fjöldi fólks kom saman við Hallgrímskirkju.
Fjöldi fólks kom saman við Hallgrímskirkju. mbl.is/Eggert

Eins og greint var frá í morgun hafa meira en 150 þúsund íbúar Afrín-borgar flúið í vikunni en tyrkneski herinn er við það að ná völdum á borginni. Ellefu almennir borgarar féllu í loftárás Tyrkja á úthverfi Afrin í morgun en fólkið var að reyna að flýja borgina.

Tyrk­neski her­inn hef­ur þegar náð yf­ir­ráðum yfir mörg­um bæj­um og þorp­um í Afr­in-héraði en þar barðist Hauk­ur Hilm­ars­son við hlið Varn­ar­sveita Kúrda (YPG) og er sagður hafa fallið í árás Tyrkja þann 24. fe­brú­ar. 

Skilaboðin eru skýr.
Skilaboðin eru skýr. mbl.is/Eggert

„Íslenska ríkið er í hernaðarbandalagi með Tyrkjum og enn hafa íslensk stjórnvöld ekki fordæmt innrásina,“ segir í viðburði vegna mótmælanna á Facebook. 

„Sem meðlimir í NATO berum við líka ábyrgð á morðum á saklausum borgurum í Afrin og þeim sem hafa tekið að sér að verja þá. Við mótmælum þessari þögn stjórnvalda og fordæmum innrás Tyrkja inn í héraðið!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert